Viðskipti

Rafhlaupahjól á Ljósanótt 2024
Mynd frá því Hopp-hjólin komu fyrst til Reykjanesbæjar.
Fimmtudagur 5. september 2024 kl. 18:24

Rafhlaupahjól á Ljósanótt 2024

Í samstarfi við Reykjanesbæ verða breytingar á notkunarsvæði rafhlaupahjóla Hopp á Ljósanótt 2024. Þessar breytingar eru gerðar með það markmið að tryggja að allir gestir Ljósanætur geti notið hátíðarinnar á öruggan og umhverfisvænan hátt. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Takmarkaður hraði í miðbænum
Í miðbænum, innan Ægisgötu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar, verður hraði rafhlaupahjóla takmarkaður við 15 km/klst. Þar að auki verður óheimilt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði. Á Hafnargötu verður hraðinn enn frekar takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja rafhlaupahjólum.

Sérstök afsláttarsvæði þar sem hægt verður að leggja Hopp rafhlaupahjólum
Hopp mun bjóða upp á sérstök afsláttarsvæði við Ránargötu og Slippfélagið þar sem hægt verður að leggja. Þetta eru einu staðirnir í miðbænum þar sem hægt verður að leggja Hopp rafhlaupahjólum þessa helgi. 



Breytingarnar taka gildi miðvikudaginn 4. september kl. 17:00 og vara til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.
Öll önnur svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.

Hopp hvetur alla gesti Ljósanætur til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér umhverfisvænan faramáta. Með því léttum við á umferðinni og sköpum öruggara og skemmtilegra umhverfi fyrir alla.