SSS
SSS

Aðsent

Ályktun frá hjúkrunarráði HSS
Fimmtudagur 20. september 2012 kl. 15:39

Ályktun frá hjúkrunarráði HSS

Hjúkrunarráð HSS lýsir yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun velferðarráðherra að veita forstjóra LSH launahækkun byggða á veikum rökum, á meðan stofnanir um land allt og þar með talinn Landspítalinn, glíma við gríðarlegan niðurskurð og afleiðingar hans. Aðrir en forstjóri LSH hafa fengið betri tilboð erlendis frá og því ekki forsvaranlegt að veita einum starfsmanni ríkisstofnunnar 20% launahækkun á meðan allir aðrir þurfa að taka á sig niðurskurð í formi yfirvinnubanns og jafnvel minnkaðs starfshlutfalls. Hjúkrunarráð HSS telur að öryggi sjúklinga, endurnýjun tækja, gæði þjónustu ásamt því að halda í mannauð allra stétta sjúkrahúsa landsins, ætti að vera forgangsatriði í fjárútlátum í heilbrigðiskerfinu. Í ljósi launahækkunar forstjórans veltir Hjúkrunarráðið því fyrir sér hvort árangur heilbrigðiskerfisins á Íslandi sé eingöngu mældur í krónum, og því hver nær að spara mest, fremur en líðan skjólstæðinga þess.

Hjúkrunarráð HSS

Garðar Örn Þórsson
Guðrún Ösp Theodórsdóttir
Steina Þórey Ragnarsdóttir
Sólveig Guðmundsdóttir


(Ályktunin var samþykkt áður en velferðarráðherra tilkynnti ákvörðun sína í gær um að draga launahækkunina til baka. Engu að síður telur hjúkrunarráð HSS ástæðu til að vekja athygli á innihaldi ályktunarinnar).
 

Bílakjarninn
Bílakjarninn