Kvikusöfnun á miklu dýpi veldur skjálftum á stóru svæði
Kvikusöfnun á miklu dýpi við Fagradalsfjall er að valda skjálftavirkni á stóru svæði á Reykjanesskaganum. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í svari við fyrirspurn Víkurfrétta.
Jarðskjálftahrinur hafa verið tíðar undanfarna daga og vikur á svæði frá Reykjanestá og að Kleifarvatni. Grindvíkingar eru að finna fyrir tíðum titringi í náttúrunni og stöku skjálftar gera vel vart við sig í bænum.
Í morgun varð snarpur skjálfti á Reykjanesi og fannst vel í Reykjanesvirkjun og í fyrirtækjum á Reykjanesi.