Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Fréttir

Lög á flugvirkja
Mánudagur 22. mars 2010 kl. 17:37

Lög á flugvirkja

Alþingi samþykkti klukkan fimm í dag lög sem stöðva verkfall flugvirkja sem starfa hjá Icelandair og hófst í morgun. Frumvarp samgönguráðherra var samþykkt með 38 atkvæðum gegn tveimur. Atli Gíslason, þingmaður VG, sat hjá.


Það gerðu einnig sjö þingmenn Framsóknarflokksins en þeir vildu að deilan yrði lögð í gerðardóm. Þingmenn Hreyfingarinnar mótmæltu lagasetningunni og sagði Þór Saari að hún væri varasöm. Auk þess væri ljóst að ASÍ gætti ekki hagsmuna launþega. Þór og Margrét Tryggvadóttir greiddu atkvæði gegn lögunum.


Um tvö þúsund farþegar bíða nú eftir flugi og Icelandair leggur áherslu á að hefja starfsemi eins fljótt og unnt er.


Farþegar eru hvattir til þess að mæta til flugs tveimur klukkustundum fyrir áætlaðan brottfarartíma.