Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Sækja um lóð undir steypustöð í Helguvík
Mánudagur 11. janúar 2016 kl. 05:00

Sækja um lóð undir steypustöð í Helguvík

Steypustöðin ehf. hefur sótt um lóð undir steypustöð í Helguvík. Sótt er um óstofnaða lóð við Stakksbraut í Helguvík til skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Garðs, en lóðin er innan sveitarfélagamarka Garðs.

Nefndin tekur vel í erindið og er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Steypustöðin ehf. er þegar með steypustöð í Helguvík en þarf að flytja stöðina þar sem hún er í dag á lóð sem hefur verið úthlutað undir kísilver Thorsil í Helguvík.