Eva Páls Evrópumeistari öldunga í kraftlyftingum og tvíbætti heimsmet
Kraftlyftingakonan Eva Pálsdóttir gerði það gott á dögunum en þá varð hún Evrópumeistari í kraftlyftingum öldunga en mótið stendur yfir í Albi í Frakklandi.
Ekki nóg með að Eva hafi endað sem Evrópumeistari, hún tvíbætti heimsmetið í hnébeygju, setti heimsmet í samanlögðu og varð næst stigahæst í M3 þvert á þyngdir.
Gull í hnébeygju, silfur í bekkpressu og gull í réttstöðulyftu. Ekki amaleg útkoma hjá Evu.
Þetta er fimmta árið í röð sem Eva verður Evrópumeistari.
Í spilaranum má sjá tvær af lyftum Evu.