Íþróttir

Varnarsigur hjá Brynjari Hólm
Sunnudagur 9. febrúar 2025 kl. 13:05

Varnarsigur hjá Brynjari Hólm

Það var boðið upp á varnarbolta í tippleik Víkurfrétta um síðustu helgi, Brynjar Hólm heldur velli en hann vann áskorandann, Friðrik Bergmannsson, 7-7. Það er vissulega jafntefli og aftur náði Binni að vinna með því að vera með fleiri leiki rétta á fyrstu sex leikjum seðilsins. 

Binni þokast upp töfluna og kemur í ljós í dag hverjum hann mun mæta í næstu umferð.

Víkurfréttir þakka Rikka kærlega fyrir þátttökuna.