Sigurður Ingimundar stýrir báðum liðum Keflavíkur
Jarell Reischel og Marek Dolezaj á heimleið
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Sigurð Ingimundarson að taka við meistaraflokki karla og mun hann því stýra báðum meistaraflokkum félagsins út tímabilið í Bónusdeildum karla og kvenna.
Jón Halldór Eðvaldsson, kemur inn í þjálfarateymið með Sigurði og þá verður Magnús Þór Gunnarsson áfram aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Körfuknattleiksdeildin hefur einnig rift samningum félagsins við Jarell Reischel og Marek Dolezaj sem koma því ekki meira við sögu í leikjum Keflavíkur í ár.
![](/media/1/keflavik---tindastoll-81-70-091224-014.jpg)