Grindavík tapaði fyrir Álftanesi
Grindvíkingar náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar þegar þeir töpuðu fyrir Álftanesi í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær.
Álftnesingar leiddu lengst af en í lokin gerðu Grindvíkingar sig líklega til að stela sigrinum þegar Jeremy Raymon Pargo kom þeim yfir skömmu fyrir leikslok (92:90).
Það voru hins vegar gestirnir sem skoruðu síðustu fjögur stigin og tryggðu sér öll stigin með sigurkörfu þegar átta sekúndur voru til leiksloka.
Deandre Kane reyndi að jafna en skot hans geigaði og Grindvíkingar urðu að játa sig sigraða.
Grindavík - Álftanes 92:94
(20:30, 26:24, 18:16, 28:24)
Jeremy Raymon Pargo var yfirburðarmaður í liði Grindavíkur en Keflvíkingarnir fyrrverandi, Hörður Axel Vilhjálmsson og David Okeke, reyndust heimamönnum erfiðir og voru stigahæstir í liði Álftaness.
Grindavík: Jeremy Raymon Pargo 39/8 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 17/17 fráköst/7 stoðsendingar, Daniel Mortensen 9/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 8, Lagio Grantsaan 6/5 fráköst, Arnór Tristan Helgason 5, Bragi Guðmundsson 5, Valur Orri Valsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.