Íþróttir

Keflavík loks með sigur í Bónusdeild karla í körfuknattleik
Finninn Remu Emil Raitanen var stigahæstur Keflvíkinga.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2025 kl. 22:11

Keflavík loks með sigur í Bónusdeild karla í körfuknattleik

Keflvíkingar hristu loks slenið af sér í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar þeir unnu lið Hauka á útivelli 95-104.

Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Finninn Remu Emil Raitanen var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig og Igor Maric skoraði 17 stig. Ty-Shon Alaxander skoraði 14 stig, þrír leikmenn voru með 12 stig, þeir Jaka Brodnik, Hilmar Pétursson og Callum Lawson.

Með sigrinum lyfti Keflavík sér upp í sjöunda sætið en ÍR gætu farið fram úr þeim með sigri á móti Njarðvík annað kvöld.