Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Keflavík og Grindavík unnu en Njarðvík tapaði
Deane Williams lék vel í Keflavíkursigri. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 1. mars 2020 kl. 22:37

Keflavík og Grindavík unnu en Njarðvík tapaði

Spennan magnast í Domino's deildinni þegar úrslitakeppnin nálgast

Keflvíkingar og Grindvíkingar sigruðu í viðureignum sínum en Njarðvík tapaði en Domino’s deild karla hófst að nýju eftir landsleikjahlé í dag.

Keflvíkingar unnu Hauka en heimamenn unnu í sveiflukenndum leik og voru mun sterkari í lokin og tryggðu sér ellefu stiga sigur. Þeir leiddu með átta stigum eftir fyersta leikhluta en gestirnir komu til baka og minnkuðu muninn og komust svo yfir í upphafi fjórða leikhluta. Heimamenn sögðu þá hingað og ekki lengra og tryggðu sér sigur. Deane Williams var atkvæðamestur heimamanna með 22 stig og tók 11 fráköst.

Keflavík-Haukar 80-69 (23-15, 12-16, 17-19, 28-19)

Keflavík: Deane Williams 22/11 fráköst/3 varin skot, Dominykas Milka 13/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/8 stoðsendingar, Khalil Ullah Ahmad 12/4 fráköst, Callum Reese Lawson 12, Guðmundur Jónsson 9, Veigar Áki Hlynsson 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Reggie Dupree 0, Ágúst Orrason 0, Magnús Már Traustason 0, Valur Orri Valsson 0.

Valur Orri Valsson var í leikmannahópi Keflavíkur gegn Haukum en hann er nýkominn heim frá Bandaríkjunum.

Grindvíkingar heimsóttu Valsmenn og unnu stóran sigur með Sigtrygg Arnar Björnsson í fararbroddi, sjóðheitan eftir flotta frammistöðu í landsleikjum Íslands. Lokatölur 68:90. Grindvíkingar náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og juku við hana í þeim síðari og tryggðuu sér öruggan sigur. Grindvíkingar eru að berjast fyrir því að komast í úrslitakeppnina en þeir eru í 8. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Þór, Þorlákshöfn.

Valur-Grindavík 68-90 (17-18, 13-22, 20-21, 18-29)

Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 26/6 stoðsendingar, Seth Christian Le Day 17/9 fráköst, Miljan Rakic 16, Valdas Vasylius 14/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/4 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8, Bragi Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0/7 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Njarðvíkingar komu ekki mjög heitir úr landsleikahlénu og töpuðu á heimavelli fyrir KR-ingum sem notuðu aðeins sex menn í leiknum. Lokatölur í sveiflukenndum en spennandi leik 81:87.

Mario Matasovic skoraði 22 stig og tók 13 fráköst og var ásamt atkvæðamestur heimamanna. UMFN er í 5.-6. sæti deildarinnar.

Njarðvík-KR 81-87 (18-22, 13-18, 27-22, 23-25)

Njarðvík: Mario Matasovic 22/13 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 19/4 fráköst, Aurimas Majauskas 14/8 fráköst, Chaz Calvaron Williams 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 5, Ólafur Helgi Jónsson 5, Logi  Gunnarsson 3, Eric Katenda 1, Arnór Sveinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Gunnar Már Sigmundsson 0, Garðar Gíslason 0.