Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan

Íþróttir

Keflavík komið áfram en Grindavík tapaði fyrir Haukum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 9. apríl 2025 kl. 10:56

Keflavík komið áfram en Grindavík tapaði fyrir Haukum

Keflavíkurkonur tryggðu sig örugglega í undanúrslit Bónusdeildar kvenna eftir sigur gegn Tindastóli á heimavelli, 88-58. Grindavíkurkonur töpuðu gegn Haukum en leiða einvígið 2-1 og geta tryggt sig áfram með sigri á heimavelli í næsta leik.

Það var aldrei nein spurning um sigurvegarann í leik Keflavíkur og Tindastóls, Keflavík leiddi með ellefu stigum eftir fyrsta fjórðung, 28-17 en Tindastólskonur komu aðeins til baka í öðrum leikhluta og unnu hann 16-21. Staðan í hálfleik því 44-38 en Keflavíkurkonur tóku öll völd í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Lokatölur 88-58 og Keflavík því komið í undanúrslit.

Tölfræði leiksins:

VF Krossmói
VF Krossmói

Keflavík: Jasmine Dickey 26/16 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/9 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 10/4 fráköst, Agnes María Svansdóttir 10, Bríet Sif Hinriksdóttir 7/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/4 fráköst/5 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Ásdís Elva Jónsdóttir 3, Julia Bogumila Niemojewska 2/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ásthildur Eva H. Olsen 2, Katla Rún Garðarsdóttir 1, Eva Kristín Karlsdóttir 0.
Tindastóll: Randi Keonsha Brown 14, Ilze Jakobsone 9, Edyta Ewa Falenzcyk 9/14 fráköst, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 8, Bérengér Biola Dinga-Mbomi 7/7 fráköst, Rannveig Guðmundsdóttir 6/4 fráköst, Inga Sólveig Sigurðardóttir 5/4 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 0, Brynja Líf Júlíusdóttir 0/4 fráköst.
Dómarar: Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 154
Viðureign: 3-0

Haukar - Grindavík

Leikur Grindavíkurkvenna og Hauka var hörkuspennandi allan tímann, Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 41-45 en Haukakonur komu grimmar til leiks í seinni hálfleik og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, leiddu þær með tíu stigum, 74-64. Daisha Bradford tók sig þá til og skoraði þrjár þrigga stiga körfur í röð og munurinn því kominn niður í eitt stig og rúmar þrjátíu sekúndur eftir. Grindavík vann boltann en skot Daisha geigaði, þær brutu á Haukum sem settu bæði vítin niður og þriggja stiga skot Daisha missti marks og Haukasigur því staðreynd. Grindavík er þó yfir, 2-1 og getur klárað seríuna með sigri á heimavelli í Smáranum á laugardag kl. 17:00.

Tölfræði leiks:

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 18/9 fráköst, Lore Devos 14/19 fráköst/5 stoðsendingar, Diamond Alexis Battles 12, Rósa Björk Pétursdóttir 12/9 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 10, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 8, Agnes Jónudóttir 2, Halldóra Óskarsdóttir 0, Inga Lea Ingadóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Sara Líf Sigurðardóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0.
Grindavík: Mariana Duran 22/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ólöf Rún Óladóttir 17/4 fráköst, Daisha Bradford 16, Sofie Tryggedsson Preetzmann 9/6 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 6/15 fráköst, Ena Viso 3, Sædís Gunnarsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Birgir Örn Hjörvarsson, Aron Rúnarsson
Áhorfendur: 201
Viðureign: 1-2

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta, Gulli Olsen.