Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Keflavík tapaði botnslagnum
Aerial Chavarin hefur verið öflug í liði Keflavíkur í sumar, hún var nokkrum sinnum nærri því að skora í gær en það gekk því miður ekki eftir. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 7. ágúst 2021 kl. 10:48

Keflavík tapaði botnslagnum

Útlitið er tekið að dökkna hjá Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu. Tvö neðstu lið deildarinnar, Keflavík og Fylkir, mætttust í gær á heimavelli Keflvíkinga en fyrir leikinn voru bæði lið með níu stig.

Keflvíkingar hófu leikinn af krafti og komust yfir á 15. mínútu þegarr Fylkiskonum mistókst að koma boltanum frá eftir hornspyrn, boltinn féll fyrir fætur Tina Marolt sem náði góðu skoti og skoraði gott mark.

Tuttugu mínútum eftir að hafa komist yfir gera Keflvíkingar mistök í vörninni sem kostaði mark, sóknarmaður Fylkis komst inn í slaka sendingu til baka á Tiffany, markvörk Keflavíkur, og jafnaði leikinn (35'). Keflvíkingar gengu svekktar til klefa í hálfleik eftir að hafa verið betra liðið í fyrri hálfleik.

Keflavík hóf seinni hálfleik af krafti og skapaði sér nokkur góð færi en á 73. mínútu fengu Fylkiskonur horn og skölluðu í markið úr fyrirgjöfinni. Þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir Keflvíkinnga til að jafna leikinn á lokamínútunum reyndist þetta sigurmarkið og Fylkir kom sér úr fallsæti á kostnað Keflavíkur.