Keflvíkingar fá öflugan framherja
Framherjinn öflugi Chucwudi Chijindu sem lék með Þór frá Akureyri við góðan orðstý hefur gengið til liðs við Pepsi-deildarlið Keflvíkinga í knattspyrnu. Chuck er þrítugur og lék með Þór í 1. deild árið 2012 og í efstu deild ári síðar og skoraði þá tíu mörk.
Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfari Keflavíkur sagðist vera spenntur fyrir nýja leikmanninum sem er mjög öflugur í fremstu víglínu. Hann jánkaði því þegar hann var spurður að því hvort von væri á enn meiri styrkingu leikmannahópsins.
Leikmannaglugginn svokallaði opnar aftur 15. júlí og því ætti Chuck að vera klár með Keflavík í leik gegn Víkngi á útivelli 19. júlí. Þá á Keflavík leik gegn Leikni 13. júlí, einnig á útivelli.
Staða liðsins í deildinni hefur ekki verið svona svört áður en það er með 4 stig eftir 10 leiki, fjórum stigum á eftir næst neðsta liði og fimm stigum á eftir liðum í 8.-10. sæti.
Mynd/fotbolti.net