Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
Fjölmiðla- og íþróttamaðurinn Magnús Orri Arnarson var heiðraður á lokahátíð vetrarleika Special Olympics í Tórínó á Ítalíu sem er nýlokið. Við athöfnina var tilkynnt að Magnús Orri hljóti viðurkenninguna fyrir að vera fyrirmynd, íþróttamaður sem hafi tekið þátt í leikum Special Olympics og haldið áfram að láta drauma sína rætast.
Nokkuð þúsund mótsgestir og keppendur voru viðstaddir lokahátíðina sem fór fram í íþróttahöllinni Pala Asti í Tórínó. Önnur lokahátíð fór fram á skíðasvæði leikanna á skíðasvæðinu Siestre í ítölsku Ölpunum. Um 1.500 keppendur eru á leikunum að ótöldum þjálfurum, fjölskyldum og fylgdarliði.
Nánar má lesa um viðurkenninguna hér!