SSS
SSS

Íþróttir

Njarðvíkurkonur áfram í undanúrslit eftir hörku þriðja leik gegn Stjörnunni
Brittany Dinkins skoraði mest en tapaði líka flestum boltum.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 10. apríl 2025 kl. 09:53

Njarðvíkurkonur áfram í undanúrslit eftir hörku þriðja leik gegn Stjörnunni

Njarðvíkurkonur eru komnar í undanúrslit Bónusdeildar kvenna eftir 3-0 sigur gegn Stjörnunni. Þær höfðu unnið fyrstu tvo leikina nokkuð sannfærandi en sá þriðji var torsóttari en Njarðvík vann að lokum sex stiga sigur, 95-89.

Það stefndi allt í öruggan sigur Njarðvíkur, þær unnu fyrsta leikhlutann 29-18 en Stjarnan kom sterk til baka í öðrum leikhluta og unnu hann 23-29, staðan í hálfleik því 52-47. Seinni hálfleikur var í járnum en Njarðvík tókst að halda í forystuna og unnu að lokum sigur og eru því komnar í undanúrslitin eins og Keflavík. Í hinum leik kvöldsins unnu Þórskonur á Akureyri, Valskonur og staðan í því einvígi 1-2 fyrir Val. Grindavík er yfir gegn Haukum 2-1.

Brittany Dinkins var stigahæst hjá Njarðvík, endaði með 35 stig og hún skilaði líka hæstu framlagi, 26 en það sem dró hana niður voru m.a. 8 tapaðir boltar, óvenjulegt hjá þessum frábæra leikmanni. Paulina Hersler skoraði 17 stig og tók 9 fráköst.

VF Krossmói
VF Krossmói