Sara Rún og Elvar Már eru körfuknattleiksfólk ársins 2021
Körfuknattleikssamband Íslands útnefndi í dag Keflvíkinginn Söru Rún Hinriksdóttur og Njarðvíkinginn Elvar Má Friðriksson sem körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2021. Þetta er í 24. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna eða allt frá árinu 1998.
Körfuknattleikskona og -karl ársins eru valin í kosningu af stjórn og starfsmönnum KKÍ, afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum. Elvar Már er nú að fá tilnefninguna í fyrsta skipti. Sara Rún er að hljóta nafnbótina í annað sinn en hún var einnig kjörin best á síðasta ári.
Körfuknattleikskona ársins 2021:
1. Sara Rún Hinriksdóttir
2. Helena Sverrisdóttir
3. Þóra Kristín Jónsdóttir
Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð:
Birna Valgerður Benónýsdóttir, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Dagný Lísa Davíðsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Isabella Ósk Sigurðardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir · Phoenix Constanta, Rúmeníu
Sara Rún er „Körfuknattleikskona ársins“ árið 2021 og er Sara Rún að hljóta viðurkenninguna annað árið í röð. Sara Rún sem er uppalin með Keflavík lék á síðustu leiktíð með Haukum og átti mjög gott tímabil sem endaði með því að hún var valin Besti leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ. Sara Rún lék með landsliðinu í febrúar 2021 í landsliðsglugganum sem fram fór í Slóveníu og var ein af lykilmönnum íslenska liðsins líkt og að undanförnu. Fyrir þetta tímabil gerði hún nýjan samning við lið Phoenix Constanta í Rúmeníu og leikur því sem atvinnumaður þar í vetur. Sara Rún hefur átt góða byrjun þar, er með 14 stig að meðatali eftir níu leiki og er á topplista yfir deildina í stigaskori og er meðal leiðtoga í flest öllum tölfræðiþáttum í sínu liði. Landsliðið lék að tvo landsleiki í nóvember í nýrri undankeppni EM kvenna 2023 og þar var Sara Rún öflug og leiðir liðið í stigaskorun. Sara Rún hefur verið að sýna mikla framför í sínum leik og verið að taka sér leiðtogahlutverk með landsliðinu og því ljóst að á næstu árum verður hún áfram ein af mikilvægustu leikmönnum landsliðsins.
Körfuknattleikskarl ársins 2021:
1. Elvar Már Friðriksson
2. Martin Hermannsson
3. Tryggvi Snær Hlinason
Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð:
Hörður Axel Vilhjálmsson, Jón Axel Guðmundsson, Styrmir Snær Þrastarson og Ægir Þór Steinarsson.
Elvar Már Friðriksson · Antwerp Giants, Belgíu
Elvar Már er að hljóta nafnbótina „Körfuknattleiksmaður ársins“ í fyrsta sinn. Elvar Már átti frábært ár í fyrra þegar hann lék heilt tímabil með BC Siauliai í efstu deild í Litháen. Elvar Már átti hvern frábæra leikinn af öðrum fyrir sitt lið en liðið átti brösugt upphaf á tímabilinu þrátt fyrir það. Elvar átti í kjölfarið stóran hlut í velgengni liðsins þegar á leið því liðið fór á fleygiferð og fór upp úr neðri hlutanum og alla leið inn í úrslitakeppnina með því að enda í 7. sæti, einum leik frá 5. sætinu. Elvar Már var með frábæra tölfræði og framlag til liðsins og var á endanum valinn „MVP - Leikmaður ársins“ í litháensku deildinni og varð hann þar með aðeins fimmti erlendi leikmaðurinn í sögu þessarar miklu körfuknattleiksþjóðar til að hljóta þá viðurkenningu í karladeildinni. Elvar Már gerði í kjölfarið samning við Antwerp Giants í Belgíu sem hefur verið eitt af stóru liðunum þar í landi og leikur með þeim þar í landi og í FIBA EuroCup í vetur. Með íslenska landsliðinu tók Elvar Már þátt í öllum leikjum liðsins, bæði í febrúar, sumar og í haust og var meðal bestu manna liðsins í hvert sinn. Hann átti mjög góða leiki fyrir Ísland á fyrri hluta ársins og var stór þáttur í því afreki landsliðsins að tryggja sér sæti í riðlakeppninni í undankeppni HM sem nú fer fram.
Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998:
1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir
1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð
2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir
2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir
2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir
2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir
2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir
2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir
2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2013: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2014: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2015: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir
2016: Martin Hermannsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir
2017: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir
2018: Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir
2019: Martin Hermannsson og Helena Sverrisdóttir
2020: Martin Hermannsson og Sara Rún Hinriksdóttir
2021: Elvar Már Friðriksson og Sara Rún Hinriksdóttir
Oftast valin körfuboltamaður og körfuboltakona ársins:*
12 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015)
12 Helena Sverrisdóttir (2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2019)
5 Martin Hermannsson (2016, 2017, 2018, 2019, 2020)
4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993)
3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977)
2 Sara Rún Hinriksdóttir (2020, 2021)
2 Hildur Björg Kjartansdóttir (2017, 2018)
2 Jón Sigurðsson (1976, 1978)
2 Valur Ingimundarson (1984, 1988)
2 Guðmundur Bragason (1991, 1996)
2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998)
2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004)
* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins.