Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Íþróttir

Ennþá stolt af því að vinna Skólahreysti
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 10:23

Ennþá stolt af því að vinna Skólahreysti

Nafn: Katla Rún Garðarsdóttir
Aldur: 22 ára
Treyja númer: 7
Staða á vellinum: Leikstjórnandi
Mottó: Second place is just the first loser


Katla Rún hefur alla tíð leikið með Keflavík og á að baki tvo leiki með A landsliði Íslands auk fjölda leikja með yngri landsliðum. Katla er mikil keppnismanneskja og valdi körfuna fram yfir fimleika á sínum tíma, hún er í uppleggi vikunnar í Víkurfréttum.

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Ekki beint – en flestir dagar eru frekar svipaðir. Á leikdögum passa ég bara að næra mig vel, fæ mér hafragraut um morguninn og reyni að loka augunum í stutta stund eftir vinnu.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Ég byrjaði í körfu í kringum fimm ára aldur, var áður í fimleikum og valdi svo körfuna fram yfir þar sem ég var mun betri í körfu en fimleikum. Átti marga vini sem æfðu körfu þannig það spilaði líka inn í.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Michael Jordan.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Hef alltaf horft svolítið upp til stóru bræðra minna, Ásgeirs og Brynjars.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Minn fyrsti bikarmeistaratitill í meistaraflokki árið 2017 er mjög eftirminnilegur. Leikurinn sjálfur og síðustu sekúndurnar í leiknum voru svakalega dramatískar og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.

Hver er besti samherjinn?
Daniela Wallen Morillo er nokkuð góð í körfubolta.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Hef mætt mörgum góðum leikmönnum bæði hér heima og í landsliðsferðum, erfitt að velja einhverja eina.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Markmiðið er að vinna þann stóra í maí.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Stefni á að bæta mig sem leikmann og vinna titla með Keflavík.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Ég ætla velja mitt Keflavíkur úrvalslið og tæki þar með mér Þórönnu Kiku, Birnu Valgerði, Emelíu Ósk og Thelmu Dís.

Halldór Garðar Hermannsson er myndarlegasti leikmaður karlaliðs Keflavíkur ... og kærasti Kötlu.

Fjölskylda/maki:
Maki er Halldór Garðar, myndarlegasti leikmaður karlaliðs Keflavíkur.

Hvert er þitt helsta afrek fyrir utan körfuboltann?
Myndi kalla það mikið afrek að vinna Skólahreysti, mér tókst það í 9. bekk í Heiðarskóla. Ennþá stolt af því í dag.

Sigurlið og stuðningsmenn Heiðarskóla fagna sigri í Skólahreysti 2014.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Finnst skemmtilegt að fylgjast með „skincare“ myndböndum og svo þetta klassíska að vera með vinum og fjölskyldu. Reyni að eyða sem mestum tíma með litlu systkinabörnunum mínum.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Tvennt sem kemur til greina, annað hvort að fara út að borða og njóta góðs matar eða þá að slaka virkilega vel á heima og horfa á þætti eða bíómyndir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Lambahryggur eða lambalæri með góðu meðlæti getur ekki klikkað.

Ertu öflug í eldhúsinu?
Ætla ekki að fara svo langt að kalla mig öfluga en er mjög góð að gera mína „go to“ rétti. Það má segja að ég sé efnileg.

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Enginn leyndur hæfileiki sem ég veit af allavega.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Get verið fljót upp í umferðinni ef fólk er að keyra undir hámarkshraða, svo fer almennt neikvæðni og fýla í taugarnar á mér.

Tengdar fréttir