Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Íþróttir

Markmiðið að gera Njarðvíkurfjölskylduna stolta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 28. janúar 2022 kl. 07:42

Markmiðið að gera Njarðvíkurfjölskylduna stolta

Nafn: Nicolás Richotti
Aldur: 35 ára
Treyja númer: 5
Staða á vellinum: Skotbakvörður
Mottó: Aldrei gefast upp


Nicolás Richotti fæddist nánast með körfuboltann í höndunum en pabbi hans var einnig atvinnukörfuboltamaður. Hann segist afar stoltur af því að hafa orðið bikarmeistari með Njarðvík og á fjölmörg áhugamál fyrir utan körfuboltann, m.a. leikur hann á gítar. Við fengum að kynnast Nico lítillega í stuttu spjalli.

Hefurðu fasta rútínu á leikdegi?
Get eiginlega ekki sagt það, ég reyni að borða heilsusamlega og ná að leggja mig í klukkutíma til að vera vel hvíldur og klár í leikinn.

Hvenær byrjaðir þú í körfu og af hverju valdirðu körfubolta?
Ég hef verið með körfubolta í höndunum síðan ég man eftir mér. Pabbi var atvinnumaður í körfubolta og ég vildi verða eins og hann.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Hver er besti körfuboltamaður allra tíma?
Það er erfitt að velja aðeins einn svo ég nefni þrjú nöfn; Jordan, Lebron og Kobe.

Hver er þín helsta fyrirmynd?
Pabbi er mín helsta fyrirmynd. Ég ólst upp við að fylgjast með honum sem atvinnumanni, innan og utan vallarins. Ég lærði margt af honum.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið á ferlinum?
Að vinna bikarkeppnina hér á Íslandi og líka að vinna Keflavík á þeirra heimavelli. 

Hver er besti samherjinn?
Ég myndi segja Fotis, við spiluðum saman í mörg ár á Spáni og nú erum við aftur samherjar hér á Íslandi.

Hver er erfiðasti andstæðingurinn?
Hver sá leikmaður sem býr yfir sjálfsöryggi og er mótiveraður verður erfiður mótherji.

Hver eru markmið þín á þessu tímabili?
Að gera Njarðvíkurfjölskylduna stolta af liðinu.

Hvert stefnir þú sem íþróttamaður?
Það er erfitt að segja en ég vona að ég sé að fara áfram og að bæta mig á hverjum degi sem manneskju og körfuboltamann.

Hvernig væri fimm manna úrvalslið þitt skipað með þér?
Fimm manna byrjunarlið skipað leikmönnum sem ég hef fengið tækifæri til að spila með væri þannig; ég, Facundo Campazzo, Rimantas Kaukenas, Luis Scola og Ricardo Guillen.

Fjölskylda/maki:
Eiginkona mín, Maria Isabel, Alba, dóttir mín, og hundurinn minn, Byron.

Hvert er þitt helsta afrek á körfuboltavellinum?
Ég myndi segja að snúa aftur úr meiðslum en ég hef fengið minn skerf af meiðslum og í sumum tilvikum slæmum. Einnig að hafa fengið að spila fyrir landslið Argentínu, það er nokkuð sem ég muna aldrei gleyma.

Áttu þér áhugamál fyrir utan körfuboltann?
Ég á fjölmörg áhugamál eins og ljósmyndun, tölvuleiki, að vlogga [vídeóblogga] og ferðast.

Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað gerirðu?
Ég myndi fara út að borða virkilega gott sushi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Empanadas Argentinas og Pastel de Carne sem eru mjög dæmigerðir réttir frá mínu heimalandi, Argentínu [nokkurs konar kjötlokur eða kjötbökur], ... og hvers kyns máltiðir með hrísgrjónum.

Ertu öflugur í eldhúsinu?
Ég get nú ekki sagt það ;-)

Býrðu yfir leyndum hæfileika?
Ég kann að spila á gítar.

Er eitthvað sem fer í taugarnar á þér?
Þegar fólk er óstundvíst.

Tengdar fréttir