Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Stór Skoti á leið til Keflavíkur
Þriðjudagur 1. mars 2016 kl. 10:53

Stór Skoti á leið til Keflavíkur

Keflvíkingar semja við varnarmann

Keflvíkingar hafa samið við skoska varnarmanninn Marc McAusland og mun hann leika með liðinu næstu tvö árin. Hann hefur dvalið hérlendis undanfarna viku og æft með liðinu og í framhaldinu var ákveðið að semja við þennan hávaxna leikmann sem fæddur er árið 1988. Hann hefur áður leikið með skosku liðunum St. Mirren, Queen of the South og Dunfermline Athletic en mun núna taka slaginn með Keflvíkingum í 1. deildinni.