SSS
SSS

Íþróttir

VefTV: Keflvíkingar semja við Alexander Magnússon
Alexander og Þorsteinn formaður knattspyrnudeildar handsala samninginn. Mynd/VF.
Föstudagur 14. nóvember 2014 kl. 17:33

VefTV: Keflvíkingar semja við Alexander Magnússon

Alexander Magnússon hefur samið við Pepsi-deildarlið Keflavíkur. Alexander sem er 25 ára bakvörður hefur undanfarin ár leikið með Grindvíkingum þar sem hann hefur verið frá árinu 2010. Síðustu tvö sumur hefur hann takmarkað spilað fótbolta sökum meiðsla í hné. Hann segist allur vera að braggast og hlakkar til að reyna fyrir sér í efstu deild með Keflvíkingum, en viðtal við kappann má sjá hér að neðan.

„Ég tel mig vera tilbúinn og Keflavík er tilbúið að hjálpa mér til þess að jafna mig almennilega,“ sagði Alexander en hann er hrifinn af því sem Kristján þjálfari hefur upp á að bjóða og vonast til þess að vera klár í 90 mínútur fljótlega á næsta ári.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Keflvíkingar hafa verið duglegir við að sanka að sér leikmönnum að undanförnu, en bæði Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árni Antoníusson skrifuðu undir hjá liðinu á dögunum.