Mannlíf

Upprennandi tónlistarsnillingar mátuðu hljóðfæri
Krökkunum þótti gaman að prófa hin ýmsu hljóðfæri, stór og smá. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2025 kl. 10:49

Upprennandi tónlistarsnillingar mátuðu hljóðfæri

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hélt sínar árlegu hljóðfærakynningar fyrir nemendur Forskóla 2 um síðustu helgi en í Forskóla 2 eru öll börn í öðrum bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ. Þar gafst börnunum tækifæri til að prófa hin ýmsu hljóðfæri undir leiðsögn tónlistarkennara skólans með það fyrir augum að finna „sitt“ hljóðfæri til að læra á að loknu forskólanámi.

Ekki var annað að sjá en að krökkunum þætti gaman að prófa allskonar hljóðfæri og hafa örugglega einhverjir snillingar fundið sína fjöl fyrir framtíðina.

Ljósmyndari Víkurfrétta kíkti inn í tónlistarskólann á laugardaginn, hann fékk reyndar ekki að prófa hljóðfærin en náði að smella af nokkrum myndum þar sem krakkarnir voru að spreyta sig.

Hljóðfærakynningar í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar | 1. febrúar 2025