Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Viðskipti

Rafmagnaður Volt á Chevrolet sýningu hjá Bílabúð Benna
Föstudagur 18. janúar 2013 kl. 17:10

Rafmagnaður Volt á Chevrolet sýningu hjá Bílabúð Benna

Bílabúð Benna frumsýndi í síðustu viku Chevrolet Volt sem er langdrægur rafmagnsbíll með bensínrafal. Heildarökudrægi Volt er um 500 km og á rafhleðslunni einni saman kemst hann um 60 km, sem dugir oftast fyrir allan daglegan akstur. Fólk hleður bara bílinn á nóttunni og ekur á daginn. „Bíllinn er í stuttu máli þannig gerður að hann er knúinn rafmagni, en þegar rafmagnshleðslan nær lágmarki tekur bensínrafall við, hann framleiðir rafmagn inn á rafhleðsluna og fólk verður því aldrei stopp á vegum úti vegna rafmagnsleysis“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Þetta er lykilatriðið, Volt leysir þau vandamál sem eru samfara takmörkuðu ökudrægi bíla sem eru eingöngu knúnir rafmagni.“

Nú er komið að því að afhjúpa Volt á Suðurnesjum. Bílabúð Benna í Reykjanesbæ býður Suðurnesjamönnum á bílasýningu laugardaginn 19. janúar. Fyrir utan Volt verða á staðnum fleiri glænýir kostir frá Chevrolet, m.a. ennþá glæsilegri 2013 útgáfa af Chevrolet Cruze, 1700 dísel, með stórauknum búnaði, m.a. bakkmyndavél og snertiskjá með My Link upplýsingakerfi. Þá verður líka kynntur til sögunnar einn vinsælasti smábíll landsins síðustu ára; Chevrolet Spark 2013, sem birtist nú enn flottari og betur útbúinn en þekkist í þessum flokki bíla. Allir eru velkomnir á Rafmagnaðan bíladag hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, milli kl. 10 og 16, laugardaginn 19. janúar.