TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Fréttir

Eldur í sófa á Suðurgötu
Frá vettvangi slökkvistarfs í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 17. mars 2020 kl. 10:24

Eldur í sófa á Suðurgötu

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út í gær vegna eldsvoða í íbúð við Suðurgötu í Keflavík. Eldur hafði komið upp í sófa í íbúðinni.

Þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn hafði húsráðandi borið logandi sessur úr sófanum út úr íbúðinni þar sem slökkviliðsmenn slökktu eldinn.

VF Krossmói
VF Krossmói

Húsráðandi brenndist minniháttar á höndum í slökkvistarfinu.