Viðreisn
Viðreisn

Íþróttir

Á heimsmeistaramót unglinga
Fimmtudagur 6. mars 2014 kl. 09:17

Á heimsmeistaramót unglinga

– og úrtaka fyrir Ólympíuleika æskunnar

Þessir þrír stórefnilegu unglingar eru á leið á Heimsmeistaramót unglinga í taekwondo og úrtöku fyrir Ólympíuleika æskunnar. Bæði mótin fara fram í Tævan í lok mars.

Þetta eru þau Ástrós Brynjarsdóttir, Sverrir Örvar Elefsen og Karel Bergmann Gunnarsson. Öll eru þau margfaldir Íslandsmeistarar og æfa með taekwondodeild Keflavíkur.

Auk þess er Ástrós íþróttamaður Reykjanesbæjar, íþróttakona Keflavíkur og taekwondokona Íslands.

Sverrir er einnig íþróttamaður Sandgerðis þar sem hann býr.

Þau æfa núna 8-10 x í viku fyrir mótið, en þetta er lang sterkasta mót sem þau hafa keppt á.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband um undirbúninginn þeirra.

Sjáið einnig innslag um þessa flottu krakka í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og hér á vf.is.
 

SSS
SSS