Kynningarfundur K-S-R
Kynningarfundur K-S-R

Íþróttir

Afreksmaðurinn Björn mætti á æfingu í taekwondo
Björn Þorleifsson sýnir takta.
Fimmtudagur 26. mars 2015 kl. 10:48

Afreksmaðurinn Björn mætti á æfingu í taekwondo

Björn Þorleifsson afreksmaður í taekwondo var gestakennari hjá taekwondodeild Keflavíkur í gær. Björn er helsti afreksmaður sem Ísland hefur átt í greininni og var meðal annars valinn besti karlkeppandinn á síðasta Íslandsmóti, en Ástrós Brynjarsdóttir úr Keflavík var valin besta konan. Björn miðlaði reynslu sinn en hann er með langan og farsælan feril að baki. 
 
Kristmundur Gíslason, Íslandsmeistari og fyrrum íþróttamaður Keflavíkur, var nýverið valinn til að keppa á heimsmeistaramóti fullorðna í Rússlandi sem haldið verður í maí. Björn Þorleifsson og Meisam Rafiei voru einnig valdir og munu æfa saman í undirbúningi fyrir mótið. 
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar á æfingunni í gær. 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024