TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Íþróttir

Arnar Helgi flýgur áfram
Arnar Helgi og Arna Sigríður Albertsdóttir tóku þátt í 3N hjólreiðamóti á Reykjanesinu þann 5. maí í frábæru veðri. Þau stóu sig bæði með stakri prýði við fóru 32 km (Arnar 1:15:05 og Arna 1:19:53). Mynd af Facebook-síðu Arnar Helga
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 21. maí 2021 kl. 10:59

Arnar Helgi flýgur áfram

Reykjanesmót 3N var haldið nýlega og meðal þátttakenda var Arnar Helgi Lárusson sem stórbætti árangur sinn í handahjólreiðum frá fyrra móti.

Arnar hefur æft stíft undanfarin misseri og leggur nú aðaláherslu á handahjólreiðar í stað hjólastólakappakstur sem hann hefur keppt í undanfarin ár.

Í mótinu hjólaði Arnar Helgi 32 km leið á einni klukkustund og níu mínútum en með því bætti hann tíma sinn um ríflega sex mínútur frá fyrra móti þar sem kom í mark á rúmri klukkustund og fimmtán mínútum.

VF Krossmói
VF Krossmói

Síðar í sumar (í vikunni 21.–27. júní) ætlar Arnar Helgi að hjóla 400 km á innan við sólarhring á handareiðhjóli og áætlar að hjóla að austan og suðureftir til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og safna fyrir kaupum á búnaði til að auðvelda hreyfihömluðum að geta lagt stund á hreyfingu.

Arnar Helgi Lárusson var í viðtali við Víkurfréttir í vetur þar sem hann ræddi eitt og annað í sambandi við sína fötlun en Arnar Helgi er ekki maður sem gefst svo auðveldlega upp þótt á móti blási.

Arnar hefur æft mikið undanfarið enda risastórt verkefni í vændum í júnímánuði þegar Arnar Helgi, sem einnig er formaður SEM-samtakanna, mun hjóla 400 kílómetra á innan við sólarhring. Verkefnið er ætlað til þess að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og til kaupa á fjórum fjallahjólum með rafmangshjálparmótor sem hægt er að stilla eftir getu einstaklinga. Hér er að að kynna sér verkefnið nánar: