Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Birta Dís og Óskar Marínó sigurvegarar í meistaramóti GSG
Birta Dís og Óskar Marínó með verðlaunagripina.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 14. júlí 2021 kl. 09:04

Birta Dís og Óskar Marínó sigurvegarar í meistaramóti GSG

Óskar Marínó Jónsson og Birta Dís Jónsdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Sandgerðis en meistaramóti GSG lauk um síðustu helgi.

Óskar sigraði karlaflokkin með fjórum höggum (300 högg) en næstur kom Hlynur Jóhannsson (304) og þriðji varð Davíð Jónsson (305).

Birta hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og vann hann með yfir fjörutíu högga mun. Leiknir voru þrír hringir í meistaraflokki kvenna og lék Birta Dís þá á 250 höggum. Í öðru sæti lenti Milina Medic (294) og þriðja varð Katrín Benediktsdóttir (348).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tengdar fréttir