Fjóla Margrét og Logi eru klúbbmeistarar GS 2021
Höla í höggi á öðrum degi
Logi Sigurðsson og Fjóla Margrét Viðarsdóttir sigruðu á meistaramóti Golfklúbbs Suðurnesja sem lauk um helgina. Bæði hampa þau meistaratitlinum í fyrsta sinn en þau hafa verið á mikilli uppleið í golfinu síðustu árin.
Góð þátttaka var í mótinu sem tókst með ágætum þótt veður hefði mátt vera örlítið skárra. Í karlaflokki var aðalbaráttan um sigur milli Loga og Guðmundar Rúnars Hallgrímssonar, tífalds klúbbmeistara. Logi hafði betur að lokum og vann með fjögurra högga mun (295 högg). Þriðji varð Pétur Þór Jaidee sem lék á 302 höggum.
Í kvennaflokki sigraði Fjóla Margrét með talsverðum yfirburðum en hún háði baráttu við framkvæmdastjóra klúbbsins, Andreu Ásgrímsdóttur. Jafnræði var með þeim í byrjun móts en á endanum vann Fjóla með þrettán högga mun (340 högg).
Snæbjörn Guðni fór holu í höggi í þriðja sinn
Snæbjörn Guðni Valtýsson fór holu í höggi á öðrum degi meistaramótsins hjá GS. Snæbjörn, sem keppti í opnum flokki 50 ára og eldri, náði draumahögginu á sextándu braut vallarins við mikinn fögnuð meðspilara og áhorfenda sem fylgdust með af svölum klúbbhússins. Þetta er í þriðja sinn sem hann fær ás og alltaf í Leirunni.