Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Helgi Dan og Svanhvít Hammer klúbbmeistarar GG
Helgi Dan Steinsson sáttur eftir að hafa sett nýtt vallarmet á Húsatóftavelli á þriðja keppnisdegi. Mynd af Facebook-síðu GG
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 19. júlí 2021 kl. 10:45

Helgi Dan og Svanhvít Hammer klúbbmeistarar GG

Meistaramóti Golfklúbbs Grindavíkur lauk um helgina og það voru þau Helgi Dan Steinsson og Svanhvít Helga Hammer sem stóðu uppi sem klúbbmeistarar.

Mótið hófst á miðvikudag og því lauk á laugardaginn. Bæði unnu þau sína flokka sannfærandi, Helgi var í forystu í meistaraflokki karla frá fyrsta degi en Svanhvít tók forystuna í sínum flokki með góðum hring á öðrum degi.

Efstu menn í meistaraflokki karla:
Helgi Dan Steinsson (282 högg)
Þór Ríkharðsson (305 högg)
Jón Júlíus Karlsson (306 högg)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efstu konur í meistaraflokki kvenna:
Svanhvít Helga Hammer (332 högg)
Þuríður Halldórsdóttir (344 högg)
Gerða Kristín Hammer (356 högg)


Helgi Dan bætti eigið vallarmet á Húsatóftavelli

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á Húsatóftavelli þegar hann tók þátt í meistaramóti GG.

Helgi náði þessu frábæra skori á þriðja keppnisdegi en hann fékk sjö fugla og einn skolla á þessum frábæra hring. Helgi lék hringinn á 64 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins.

Fyrra met var 65 högg og það setti Helgi í fyrra, hann bætti því eigið met um eitt högg.

Tengdar fréttir