Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Íþróttir

Daníel Leó og Guðrún Bentína íþróttafólk Grindavíkur
Daníel Leó og Guðrún Bentína. VF-mynd: HIlmar Bragi
Föstudagur 2. janúar 2015 kl. 06:41

Daníel Leó og Guðrún Bentína íþróttafólk Grindavíkur

Knattspyrnufólkið Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin íþróttafólk Grindavíkur fyrir árið 2014 nú á gamlársdag. Bæði hafa þau verið í fremstu röð knattspyrnufólks í Grindavík undanfarin ár og léku einstaklega á liðnu ári. Daníel lék svo vel að hann er nú kominn á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Aalesund.


Tilnefndar sem íþróttakonur ársins 2014:

SSS
SSS

Birgitta Sigurðardóttir - Taekwondo
Gerða Kristín Hammer - Golf
Guðrún Bentína Frímannsdóttir - Knattspyrna
Ingibjörg Jakobsdóttir - Körfubolti
Margrét Albertsdóttir - Knattspyrna
María Ben Erlingsdóttir - Körfubolti

Tilnefndir sem íþróttamenn ársins 2014:

Alex Freyr Hilmarsson - Knattspyrna
Björk Lúkas Haraldsson - Júdó og taekwondo
Daníel Leó Grétarsson - Knattspyrna
Eggert Daði Pálsson - körfubolti (ÍG)
Helgi Dan Steinsson - Golf
Jón Axel Guðmundsson - Körfubolti
Sigurður Gunnar Þorsteinsson - Körfubolti