Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Grindavík vann Hauka og er komið í 2-0
Ísabella Ósk Sigurðardóttir var frábær í kvöld, skilaði heilum 45 framlagspunktum.
Föstudagur 4. apríl 2025 kl. 21:09

Grindavík vann Hauka og er komið í 2-0

Grindavíkurkonur sem redduðu sér sem seinasta liðið inn í úrslitakeppnina í Bónusdeild kvenna, unnu deildarmeistara Hauka öðru sinni í kvöld, 87-73 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 44-38.

Grindavík var yfir allan tímann, leiddu í hálfleik 44-38 en frábær þriðji leikhluti lagði öðru fremur grunninn að sigrinum en hann vannst 28-11! Eftir það var sigurinn í raun í höfn og deildarmeistarar Hauka ógnuðu aldrei, lokatölur.

Ísabella Ósk Sigurðardóttir var besti leikmaður Grindavíkur, skilaði heilum 45 framlagspunktum (22 stig, 18 fráköst, 3 blokk og 3 stolnir boltar). Daisha Bradford skoraði líka 22 stig og gaf 8 stoðsendingar.

VF Krossmói
VF Krossmói

Frábær sigur liðsins í 8. sæti á deildarmeisurunum. Næsti leikur liðanna er á heimavelli Hauka á mánudagskvöld.