Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Keflavík komið í 2-0 forystu gegn Tindastóli
Jasmine Dickey hefur spilað frábærlega að undanförnu.
Föstudagur 4. apríl 2025 kl. 20:42

Keflavík komið í 2-0 forystu gegn Tindastóli

Keflavíkurkonur gerðu góða ferð norður í Skagafjörð og unnu Tindastól í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónusdeildar kvenna, 78-90 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30-52. Þær þurfa því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sig í undanúrslitin og eiga næsta leik á heimavelli. 

Það stefndi allt í mjög sannfærandi sigur Keflavíkur og mestur fór munurinn upp í rúm 30 stig í þriðja leikhluta. Tindastólskonur neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 14 stig fyrir lokafjórðunginn, 58-72. Áfram hélt munurinn að minnka, fór þó aldrei niður fyrir hinn rómaða tveggja stafa múr og eftir því sem styttist í leiknum, minnkaði baráttuþrek Tindastólskvenna og Keflavík vann að lokum öruggan sigur, 78-90.

Einu sinni sem oftar voru Jasmine Dickey og Sara Rún Hinriksdóttir atkvæðamestar í liði Keflavíkur. Dickey endaði með 30 stig og 9 fráköst, Sara skoraði 25 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. 

VF Krossmói
VF Krossmói

Þriðji leikur liðanna er á mánudagskvöld í Keflavík og þar geta Keflavíkurkonur tryggt sig í undanúrslitin.