Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Guðjón með skot í skeytin
Guðjón til vinstri, Þorsteinn hægra megin.
Laugardagur 5. apríl 2025 kl. 06:25

Guðjón með skot í skeytin

Guðjón Guðmundsson kom, sá og sigraði um helgina í tippleik Víkurfrétta. Hann tók fyrrum liðsfélaga sinn frá Víðisárunum, Björn Vilhelmsson en hann var á stalli í fjórða skiptið, og rúllaði honum upp, 12-9! Einhverjum þúsundköllum rigndi inn á hefti gamla fyrirliðans en hann þarf að halda rétt á spilunum ef hann ætlar sér alla leið í fjögurra manna úrslitin. Hann þarf að halda velli í tvö skipti að minnsta kosti en sá sem er í fjórða sæti er með 26 leiki rétta. Ef Guðjóni tekst ekki að halda velli mun úrslitakeppnin hefjast fyrr en til að geta útkljáð tippleikinn þarf hann að klárast áður en lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram.  Keflvíkingurinn Þorsteinn Kristinsson er næsti áskorandi.
Enn einn Manchester United stuðningsmaðurinn mætir til leiks

„Ég get ekki sagt að ég sé „glory hunter,“ ég fékk United-búninginn gefins árið 1989 en þá var gullaldartíð Ferguson ekki byrjuð. Þau voru mögur fyrstu árin hjá karlinum en strax ári eftir að ég byrjaði að halda með þeim, kom FA cup í hús og eftir það var ekki aftur snúið. Hvort það dugi að gefa litlum frænda United-búninginn í dag efast ég um, ég reyndi þessa aðferð við syni mína sem eru sjö og átta ára gamlir, hún gekk ekki upp og þeir eru gallharðir Liverpool-menn eins og afi þeirra!

Annars er ég fæddur og uppalinn Keflvíkingur, æfði fót- og körfubolta fyrstu árin en lagði takkaskónum þegar ég var fjórtán ára. Körfuboltaskórnir fóru sömu leið þegar ég var átján ára en svo dustaði ég rykið af þeim og hóf farsælan feril með Þrótti í Vogum og get státað af Íslandsmeistaratitli í annarri deildinni. Við fórum upp í fyrstu deild en rakleitt niður aftur árið 2008. Ég vona að Vogabúum beri gæfa til að gera körfuknattleik að varanlegri íþrótt.

VF Krossmói
VF Krossmói

Ég er ánægður að fá að spreyta mig í tippleiknum, hræðist Guðjón ekki neitt þótt hann hafi fengið tólf rétta. Sólin skín stundum á hundsrass og ég hef enga trú á að hann endurtaki leikinn og ef svo verður, fæ ég bara einum leik fleira,“ sagði Þorsteinn.

Ætlar sér í topp fjóra

Guðjón segist alls ekki vera búinn að klára kampavínið síðan á laugardaginn, hann ætlar sér lengra í leiknum.

„Að sjálfsögðu var gaman að taka minn gamla félaga úr Víði og rúlla honum upp. Ég er hins vegar eldri tvæ vetur þegar kemur að keppni og veit að það þýðir ekkert að fagna þessum sigri of lengi og er andlegur undirbúningur nú þegar hafinn hjá mér. Ég verð að halda mér á stallinum í næstu umferð hið minnsta, mig vantar fjórtán leiki til að jafna þann sem er í fjórða sæti, hef því sett takmarkið á fimmtán til að taka af allan vafa. Það byrjar með því að sigra næsta andstæðing en ég lærði á löngum keppnisferli að hugsa eingöngu um einn leik í einu,“ sagði Guðjón að lokum.