Haukar jöfnuðu einvígið við Njarðvík
Njarðvíkingar áttu lítið í Hauka í viðureign númer tvö sem var leikin í Ljónagryfjunni í gærkvöld. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum mættu Haukakonur grimmar til leiks og ákveðnar að jafna metin – sem þær gerðu. Tuttugu stiga tap Njarðvíkinga staðreynd og liðin mætast á ný næstkomandi mánuda.
Njarðvík - Haukar 62:82
(16:18, 16:24, 12:16, 18:24)
Það var augljóst að Haukar ætuðu sér ekki að dragast lengra aftur úr Njarðvíkingum, þær gerðu komust í 0:9 og þótt Njarðvík hafi jafnað héldu gestirnir áfram að hafa frumkvæðið í leiknum.
Njarðvík var skrefinu á eftir Haukum allan leikinn sem voru grimmari í öllum sínum aðgerðum. Ekki hjálpaði það Njarðvík að ótrúlegustu ævintýraskot gestanna rötuðu oftar en ekki í körfuna á meðan skot Njarðvíkinga voru ekki að detta.
Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 21/13 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Lavína Joao Gomes De Silva 15/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 10, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Vilborg Jonsdottir 4, Diane Diéné Oumou 3/13 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir Debes 1, Helena Rafnsdóttir 1, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 0.