Íþróttir

Íþróttaárið 2013: Bardagaíþróttir að öðlast virðingu
Keflvíkingar áttu ótrúlegt ár í taekwondo.
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 10:41

Íþróttaárið 2013: Bardagaíþróttir að öðlast virðingu

Helgi Rafn gerir upp árið í sportinu

Þjálfarinn Helgi Rafn Guðmundsson er himinlifandi þessa dagana en hann hefur að öðrum ólöstuðum komið taekwondo á kortið á Suðurnesjum. Nú í gær bættist enn ein rósin í hnappagat Helga en íþrótta- kona og karl Keflavíkur koma frá taekwondo deildinni. Keflvíkingar hafa átt frábært ár í íþróttinni og líklega aldrei verið betri. Við fengum Helga til þess að fara yfir íþróttaárið 2013 með okkur.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2013 á Suðurnesjum?
Taekwondo deild Kefalvíkur vann öll möguleg mót innanalands, eignaðist þrjá norðurlandameistara og var með taekwondo karl og konu ársins að mati ÍSÍ. Deildin á stóran hluta landsliðsins og svo mætti lengi telja. Margir frábærir íþróttamenn æfa taekwondo og judo á Suðurnesjunum og gaman að fylgjast með þeim ná þeim árangri. Bardagaíþróttirnar eru að koma sterkar inn á Íslandi og eru hægt og bítandi að fá þá virðingu sem íþróttafólkið þar á skilið.

SSS
SSS

Gaman var að fylgjast með sundinu í Reykjanesbæ en það er klárlega eitt besta sundfélag á landinu og er að landa fjölmörgum titlum. Einnig eru Suðurnesjaliðin í körfunni alltaf að skila sínu. Svo er gaman að sjá nýjar íþróttagreinar koma í bæjarfélagið eins og nýstofnuð blakdeild Keflavíkur. Ég vona að íþróttasamböndin styðji við stofnun nýrra íþróttagreina eins og mögulegt er þar sem það er mikilvægt fyrir íþróttaflóruna.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?
Gengi Keflavíkur í Pepsi deildinni.
   
Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?
Ástrós Brynjarsdóttir í taekwondo. Hún er að mínu mati einn besti íþróttamaður á Suðurnesjunum og hefur sýnt það og sannað endurtekið. Hún var valin taekwondo kona Íslands annað árið í röð, sigraði öll mót innanlands, varð Norðurlandameistari, í 5. sæti á EM og svo mætti telja lengi áfram. Hún vann 19 Gullverðlaun á árinu sem er einn allra besti árangur keppanda í bardagaíþrótt á Íslandi frá upphafi.
   
Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?
Taekwondo í Keflavík sigraði allt sem hægt var að sigra innanlands sem og eitt alþjóðlegt mót með yfir 40 liðum. Judodeildin átti sterkt ár og fjölda titla, m.a. Íslandsmeistaratitla liða unglinga í gólfglímu. Sundið og körfuboltinn var mjög öflugur líka.
   
Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?
Við erum rétt að byrja, næsta ár verður það besta hingað til í mörgum íþróttagreinum. Nú er Fjölbrautaskóli Suðurnejsa að bjóða upp á afreksíþróttalínuí knattspyrnu og bardagaíþróttum þar sem efnilegir íþróttamenn geta æft 4x í viku á skólatíma. Ég hvet áhugasama um að kynna sér það mál betur, þeir sem hafa lagt stund á afreksnámið hingað til hafa margir náð miklum framförum.