SSS
SSS

Íþróttir

Margrét hættir sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins
Margrét (t.v.) á bekknum hjá Keflavík í gær. Við hlið hennar er Marín Rós aðstoðarþjálfari Keflavíkur. VF-mynd/pket.
Mánudagur 19. október 2015 kl. 10:40

Margrét hættir sem aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

Margrét Sturlaugsdóttrir þjálfari kvennaliðs Keflvíkur í körfubolta og aðstoðarþjálfari A-landsliðs kvenna hefur ákveðið að draga sig út úr þjálfarateymi landsliðsins. Hún segir á Facebook síðu sinni að þetta hafi verið erfitt en tilefnið sé gert með það að leiðarljósi að Bryndís Guðmundsdóttir líði vel á æfingum. Þessi ákvörðun styrkir enn stoðum undir þær raddir að ástæðan fyrir því að Bryndís fór frá Keflavík tengist samskiptum þeirra tveg

Þetta skrifaði Margrét á Fb-síðu sína í morgun: „Tók eitt erfiðasta símtal sem ég hef þurft að taka áðan, hringdi í Hannes formann KKÍ. Tilefnið var sorglegt en ég hef ákveðið draga mig út úr þjálfarateymi A-landsliðs kvenna. Erfið ákvörðun en alfarið mín ákvörðun og engin pressa frá neinum svo það sé á hreinu.
Þar sem ég hef einlæga trú á því að enginn sé stærri en liðsheildin (ég þar með talin) þá veit ég að þetta er rétt ákvörðun og tekin með það að leiðarljósi að Bryndísi Guðmundsdóttur fyrrum leikmanni Keflavíkur líði vel á landsliðsæfingum.
Það er mjög mikilvægt fyrir íslenskan kvennakörfubolta að liðinu gangi vel og þar sem ég hef verið að þjálfa kvennakörfubolta síðan 1988 þá skiptir þetta mig meira máli en allt annað.
Gangi ykkur vel konur og ÁFRAM ÍSLAND.“

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Bryndís Guðmundsdóttir á fleygiferð í Keflavíkurbúningnum. Hún mun leika með Snæfelli í vetur.