Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sögulegt bikarmót í Reykjanesbæ
Grindvíkingurinn efnilegi Björn Lúkas var maður mótsins.
Þriðjudagur 27. nóvember 2012 kl. 09:20

Sögulegt bikarmót í Reykjanesbæ

Keflvíkingar með yfir 1000 verðlaun á 12 árum.

Síðastliðna helgi var haldið fyrsta bikarmót Taekwondo sambands Íslands (TKÍ), en á hverju tímabili eru haldin þrjú slík mót til að ákvarða bikarmeistara. Mótið var haldið í Akurskóla í Reykjanesbæ. Á mótinu var bæði keppt í formum og bardaga sem eru aðalkeppnisgreinarnar í taekwondo. Keppendamet var líklega slegið á þessu móti, en heildarfjöldi keppenda var yfir 240 og frá flestum taekwondofélögum á landinu. Á laugardegi kepptu þeir sem eru 11 ára og yngri. Grípa þurfti til þess að nota 4 keppnisgólf vegna fjölda keppenda.TKÍ var að byrja að nota alþjóðlega keppniskráningarforritið fyrir taekwondo keppni ásamt nýjustu rafkerfum fyrir stigagjöf, bæði í bardaga og formum. Þetta olli töfum við að byrja keppni en þegar hún hófst loksins þá gekk ágætlega að halda flæði á mótinu þannig að allir fengu sína keppni.
Á sunnudeginum var svo keppt í aldursflokkum yfir 12 ára aldri. Þá gekk mun betur að láta mótið ganga.

Keflvíkingar náðu sínum langbesta árangri með tæplega 80 verðlaun. Þá hafa Keflvíkingar náð því markmiði sínu að vera með yfir 1000 verðlaun á þeim 12 árum sem félagi hefur verið starfandi og bætti um betur, en Keflvíkingar enduðu með 1037 verðlaun og þar af komu rúmlega 250 bara á þessu ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar náðu einnig sínum besta árangri og voru með 5 gull, 4 silfur og 3 brons og Björn Lúkas Haraldsson var valinn keppandi mótsins í samanlögðum árangri í fullorðinsflokki karla.

Í lok sunnudags var tekinn saman árangur dagsins og Keflvíkingar sigruðu stigakeppni liða örugglega. Árangur Keflvíkinga og Grindvíkinga má sjá hér að neðan.

Nánar um mótið á Keflavik.is.