Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stefnan tekin á heimsmeistaratitil og Ólympíuleika
Fimmtudagur 23. maí 2013 kl. 08:13

Stefnan tekin á heimsmeistaratitil og Ólympíuleika

NM í taekwondo um helgina

Næstkomandi helgi fer fram Norðurlandamótið í taekwondo í Finnlandi. Stór hópur Íslendinga fer á mótið og þar af eru 11 keppendur frá Keflavík. Þetta er stærsti hópur Keflvíkinga sem haldið hefur á erlent mót, en keppendur úr Keflavík hafa gert það gott bæði hér heima og erlendis á þessu tímabili. Keflvíkingarnir hafa æft vel fyrir mótið og stefna á góðan árangur. Hér að neðan fáum við að kynnast keppendunum aðeins betur en næstu daga verða fleiri keppendur kynntir til leiks.

SSS
SSS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari Normandy Del Rosario

Aldur
34.

Flokkur á NM
Keppi í bardaga -80kg.

Árangur í taekwondo
Íslandsmeistari 2003, þriðja sæti US Cup 2000,  nnað sæti Scottish Open 2003.
Var valinn keppandi mótsins á síðustu tveimur mótum.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Frá 11 ára tilársins 2003, tók þá smá pásuen hef verið að æfa aftur á fullu frá nóvember 2012.

Markmið í taekwondo?

Vinna NM svo vonandi komast á HM 2015.

Uppáhaldsmatur?
Núðlur með eggjum.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Mæta á æfingar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástrós Brynjarsdóttir

Aldur
14 ára.

Flokkur á NM
Keppi í tækni 12-14 ára og bardaga -47kg.

Árangur í taekwondo
Hefur unnið gull í tækni á öllum bikarmótum og Íslandsmótum frá því að hún byrjaði að æfa. Þrenn gull á Íslandsmeistarmótinu 2012. Brons á Norðurlandamóti 2012, tvenn gull á Scottish Open 2012. 9. sæti á Evrópumótinu á Spáni 2013. 7. sæti á Spánska opna mótinu 2013.

Gull á Íslandsmeistaramótinu í bardaga 2012 og 2013. Silfur á Norðurlandamótinu 2012. Gull á Scottish Open 2012 í tækni. Taekwondo kona ársins hjá ÍSÍ 2012 og taekwondo kona Reykjanesbæjar 2012.
Ótal aðrar viðurkenningar og verðlaun

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Hef æft taekwondo frá 2006 og tók svartabeltið í maí 2012.

Markmið í taekwondo?
Markmiðið mitt er að verða Norðurlandameistari í sparring og poomsae, Evrópumeistari og Heimsmeistari í poomsae.

Uppáhaldsmatur?
Það er svo margt. Píta, kjúklingur, tacos og margt margt fleira.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Mér finnst skemmtilegast að mæta á æfingar og læra eitthvað nýtt. Sérstaklega þegar það er eitthvað erfitt og ég næ að bæta mig í einhverju. Einnig finnst mér gaman að fara á stór erlend mót og sjá og hitta þá bestu og læra af þeim.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Karel Bergmann Gunnarsson

Aldur
15 ára.

Flokkur á NM
Ég keppi í sparring (bardaga) og er að keppa í -59 kg.

Árangur í taekwondo
Svartbeltingur, landsliðsmaður. Íslandsmeistari 2013 og þrefaldur bikarmeistari í sparring ásamt því að vera valinn keppandi mótsins á bikarmóti þrisvar. Silfur á RIG, silfur og brons í tækni á bikarmóti.
Brons í bardaga á bikarmóti 2012. Silfur á Íslandsmóti í bardaga. Brons á Norðurlandamóti. Silfur á Íslandsmóti í paratækni. Silfur á Scottish Open. Brons í tækni á bikarmóti. Gull í bardaga á bikarmót og valinn besti keppandinn í bardaga á einu bikarmótinu. Sigraði sinn flokk í bardaga á landsmóti UMFÍ.
2007-2011 Íslandsmeistari í bardaga. Fern gull og tvenn silfur á Bikarmótum.

Hvað hefurður æft taekwondo lengi?
Síðan árið 2006.

Markmið í taekwondo?
Komast á Ólympíuleikana 2020.

Uppáhaldsmatur?
Kjúklingur.

Hvað finnst þér skemmtilegast við taekwondo?
Ég fæ svo mikla útrás á æfingu og mér finnst alltaf gaman að keppa og fá mikla hreyfingu.