TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Íþróttir

Stórasta land í heimi það eina án hafta
Elvar Már setti nýverið met í grísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik, 17 stoðsendingar í leik.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 15. febrúar 2025 kl. 07:00

Stórasta land í heimi það eina án hafta

Of margir útlendingar í körfunni eða fullkomin staða? Fimmti hluti.

Fjöldi útlendinga í íslenskum körfuknattleik hafa verið til umfjöllunar í Víkurfréttum og í dag er komið að næsta viðmælanda. 
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er einn besti körfuknattleiksmaður Íslands og leikur sem atvinnumaður í einni sterkustu deild Evrópu, þeirri grísku.
Elvar var ekki byrjunarliðsmaður í unglingaflokki Njarðvíkur. Hér fagna þeir bikarmeistaratitli árið 2014.

„Ég held að allar deildir nema sú íslenska séu með einhver höft á fjölda útlendinga. Ég er á mínu öðru ári hér í grísku deildinni, sem telst ein sú sterkasta en hér þurfa liðin að vera með sex uppalda Grikki í sínum hópi. Í Svíþjóð t.d. má vera með fjóra útlendinga en í þessum deildum skiptir ekki máli hvaðan viðkomandi útlendingar eru, það er t.d. hægt að vera með sex Bandaríkjamenn hér í Grikklandi. 

Elvar á ekki langt að sækja körfuboltahæfileikana, pabbi hans, Friðrik Ragnarsson, vann ófáa titlana með Njarðvík

VF Krossmói
VF Krossmói

Ég sé það þegar landsliðið er að mæta landsliðum stærri þjóða og leikmennirnir sem eru að leika með liðum í Euroleague, fá ekki að spila með sínu landsliði, að þá eru leikmenn sem eru ekki í stórum hlutverkum hjá sínum félagsliðum, með stærri hlutverk með landsliðinu og þeir eru ekki vanir því frá sínum félagsliðum því útlendingarnir eru í stærstu hlutverkunum. Ég er smeykur um að sama staða geti komið upp á Íslandi og ég hef aldrei skilið rökin fyrir því að íslenska deildin verði að hafa allt galopið vegna EES-samningsins um frjálst flæði vinnandi fólks, ef að stórar deildir geta haft reglur um þetta þá hlýtur Ísland að geta það líka.

Elvar er einn lykilleikmanna íslenska landsliðsins, hér er hann með móður sinni Svandísi Gylfadóttur.

Ég var sextán ára, að verða sautján þegar ég fékk mitt fyrsta tækifæri í meistaraflokki og það er kannski athyglisvert að árið á undan í unglingaflokki var ég ekki byrjunarliðsmaður. Á þessum tíma máttu tveir útlendingar vera inni á vellinum í einu, svokölluð 3+2 regla og skipti ekki máli hvaðan viðkomandi var. Njarðvík var með tvo Kana og ég fékk frábært tækifæri en ef að sex útlendingar hefðu verið í liðinu þá eins og er í dag, er ég ekki viss um að ég hefði fengið sömu tækifæri. Ef ég fengi að ráða þessu einn þá myndi ég vilja að hvert lið geti verið með þrjá, að hámarki fjóra, erlenda leikmenn í sínum hópi og engin regla um hve margir megi vera inni á vellinum í einu. Ég held að þetta sé það besta fyrir unga íslenska leikmenn burtséð frá gæðum því það er ómögulegt að bera saman gæði frá einu tímabili til annars, við erum aldrei að taka þátt í Evrópukeppni t.d. svo við hvað er verið að miða? Til hvers að vera stefna á meiri gæði ef að ekki er verið að etja kappi við þá bestu í Evrópu? Gæði íslenskra leikmanna hafa aukist mikið að undanförnu, ég horfði á bikarúrslitaleikinn ´99 milli Njarðvíkur og Keflavíkur og að bera saman gæðin í þeim leik við leik þessara liða í dag, er eins og svart og hvítt. Körfuknattleikur hefur breyst mikið undanfarin ár og gæði leikmanna eru miklu meiri, bæði íslenskra og erlendra en að stefna að sem mestum gæðum með ótakmörkuðum fjölda erlendra atvinnumanna, set ég spurningarmerki við. Fyrir hverja eru þessi meiri gæði? Ef að þau verða til þess að ungir íslenskir leikmenn missi áhugann og hætti, finnst mér það ekki vera þess virði og því ætti að setja einhver bönd yfir þessi útlendingamál. Það munu alltaf koma upp mjög hæfileikaríkir leikmenn og þeir munu alltaf fá sín tækifæri en ef allir hinir missa áhugann og hætta, hver á þá t.d. að taka við sjálfboðastarfinu í félögunum,“ spyr Elvar Már.

Viðtal við Guðjón Skúlason

Viðtal við Jón Ragnar Magnússon

Viðtal við Jón Halldór Eðvaldsson

Viðtal Draupni Dan Baldvinsson

Geysisterkt Njarðvíkurlið sem fór alla leið í bikarúrslit árið 2019 en þurfti að lúta í gras gegn Stjörnunni.
Elvar leikur í einni sterkustu körfuknattleiksdeild Evrópu, Grikklandi.

Gríska deildin leyfir sex útlendinga og gæti lið Elvars, Maroussi, þess vegna haft sex Bandaríkjamenn í liði sínu.
Elvar eftir leik með eiginkonu sinni, Ínu Maríu Einarsdóttur, og syni þeirra, Erik Marel.