TR - bjöllutónleikar
TR - bjöllutónleikar

Mannlíf

Bjöllukóratónleikar í Stapa
Miðvikudagur 2. apríl 2025 kl. 14:02

Bjöllukóratónleikar í Stapa

Föstudaginn 4. apríl kemur bjöllukór frá bænum Wiedensahl í Þýskalandi hingað til lands í tónleikaferð auk þess sem kórinn mun skoða sig um í Reykjanvík, á Suðurnesjum og Suðurlandi.

Wiedensahl bjöllukórinn var stofnaður árið 1987 og er nokkuð fjölmennur. Kórinn hefur haldið tónleika víðs vegar um Þýskaland og m.a. í virtum húsum eins og Óperunni í Hannover. Einnig hefur kórinn haldið tónleika í frönsku dómkirkjunni í Berlín, komið fram á Evrópuþinginu í Brussel og haldið tónleika með Trinity drengjakórnum frá London.

VF Krossmói
VF Krossmói

Wiedensahl bjöllukórinn hefur áður farið í fjórar tónleikaferðir erlendis; til Suður Afríku, til Tævan og Hong Kong og tvisvar sinnum til Bandaríkjanna.  Kórinn hefur þrisvar unnið til fyrstu verðlauna í „Þýsku hljómsveitakeppninni“, en það er stærsta keppni sem haldin er í Þýskalandi fyrir áhugamannahljómsveitir og er skipulögð af þýska tónlistarráðinu. Auk þessa hefur kórinn komið fram í útvarpi og sjónvarpi á miðlum NDR.

Laugardaginn 5. apríl mun bjöllukórinn ferðast um Suðurland auk þess að halda tónleika á Hvolsvelli kl.16:00. Sunnudaginn 6. apríl heldur kórinn tónleika í Hörpuhorninu í Hörpu kl. 14:00 og í Lindakirkju 20:00.

Mánudaginn 7. apríl kemur kórinn svo til Reykjanesbæjar og heldur tónleika með bjöllukórum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Stapa, Hljómahöll kl.19:30. Á þeim tónleikum munu bæði yngri og eldri bjöllukórar skólans leika sína efnisskrána hvor, sem og Wiedensahl bjöllukórinn og síðan munu bjöllukórarnir þrír leika sameiginlega nokkur lög.

Stjórnendur eru Arnar Freyr Valsson, Karen Janine Sturlaugsson og Thomas Eickhoff.

Það eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.