Þormóðsslysið á sagnastund á Garðskaga
laugardaginn 29. apríl 2023 kl 15:00
Vélskipið Þormóður fórst við Garðskaga 18. febrúar 1943 eftir langa og stranga baráttu í óveðri á utanverðum Faxaflóa. Skipið var á leið frá Norðurlandshöfnum og Vestfjörðum með farþega og farm. Með skipinu fórust 31 maður, 24 farþegar og sjö í áhöfn. Fern hjón voru í hópi farþega og eitt barn. Margir farþeganna voru frá Bíldudal. Jakob Ágúst Hjálmarsson fyrrum Dómkirkjuprestur skrifaði bók um Þormóðsslysið sem heitir Allt þetta fólk. Bókin kom út árið 2013. Jakob er ættaður frá Bíldudal og voru föðurforeldrar hans þar farþegar.
Þórður Þorsteinsson, skipstjóri sem ólst upp á Meiðastöðum í Garði, var einn af farþegunum sem fórust með Þormóði.
Jakob kemur á sagnastund á Garðskaga laugardaginn 29. apríl kl. 15:00 og segir frá þessum stóra atburði í máli og myndum. Að lokinni frásögn verður gengið að Gamla vitanum við Flösina og aðstæður skoðaðar.
Samkoman er í veitingahúsinu Röstinni á Garðskaga. Veitingasalan verður opin.
Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.