Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Viðskipti

Arion banki niðurfærir eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 14. október 2019 kl. 23:08

Arion banki niðurfærir eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna

Arion banki hefur fært niður virði eigna Stakksbergs, sem á kísilverksmiðjuna í Helguvík, um einn og hálfan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar í kvöld.

„Vegna erfiðra markaðsaðstæðna, m.a. lágs sílikonverðs á heimsmarkaði, niðurfærir Arion banki eignir Stakksbergs um 1,5 milljarð króna. Stakksberg er eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík sem er í söluferli. Unnið hefur verið að undirbúningi sölu verksmiðjunnar m.a. með umhverfismati og nýjum samningum við orkufyrirtæki,“ segir í tilkynningunni frá bankanum.

Toyota stórsýning 25
Toyota stórsýning 25

Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á þriðja ársfjórðungi 2019 mun nema um 3 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta, samanborið við 715 milljóna króna tap á öðrum ársfjórðungi. Aflögð starfsemi til sölu nær til eigna eða félaga sem bankinn hyggst selja á næstu mánuðum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi, segir jafnramt í tilkynningunni.