NetogTV
NetogTV

Íþróttir

Elfa Hrund fékk einn stóran!
Elfa Hrund og leiðsögumaðurinn Árni Friðleifsson í skýjunum með stórlaxinn.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 30. ágúst 2019 kl. 12:33

Elfa Hrund fékk einn stóran!

Njarðvíkurmærin Elfa Hrund Guttormsdóttir gerði sér lítið fyrir og fékk einn af stærri gerðinni þegar hún veiddi fyrsta laxinn sinn. Hún var við veiðar í Langá á Mýrum í vikunni og Maríulaxinn kom á fluguna hjá Elfu í Stórhólmakvörn.

„Við sett­um und­ir flug­una Haug­ur og ég byrjaði að kasta og svo bara eft­ir smá­stund tók lax. Ég fékk kökk í háls­inn. Ég skal viður­kenna það, þetta var bara þannig til­finn­ing,“ sagði Elfa Hrund í sam­tali við Sporðaköst á mbl.is.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Elfa sagði í samtali við Sporðaköst að hún hafi ekki áttað sig á hversu stór fiskurinn var sem hún setti í. Viðureignin stóð í 45 mínútur.  „Ég var aldrei stressuð, bara leið virki­lega vel enda með góðan leiðsögu­mann mér við hlið.

„Ég hélt að þetta væri kafari hann var svo stór. Ég sleppti hon­um og kyssti hann með orðunum; Bless ást­in mín,“ sagði Elfa Hrund í spjallinu við Sporðaköst.